sjöþúsund belgar segja ac/dc að fokka sér

Eða ætti kannski segja að sjöþúsund belgar segi angus young og axl rose að fokka sér?

Ef heimurinn væri fullkominn hefði ástralska hljómsveitin AC/DC hætt eftir að Thunderstruck kom út. Sættu þig við það, ekkert síðan þá hefur verið meira en skeinipappírs virði!

En, fólk er að missa sig yfir þessu og samkvæmt frétt sem ég sá á Blabbermouth þá eru sumir aðdáendur sveitarinnar vægast sagt ósáttir og höfðu sjöþúsund gestir einna tónleika sveitarinnar þarna óskað eftir endurgreiðslu. Ágætis fjöldi það.

Það er ekki eins og Axl Rose sé lélegur söngvari, en fólk er kannski frekar fúlt yfir því hvernig komið var fram við Brian Johnson, sem hefur verið söngvari AC/DC síðustu þrjátíu og sex árin eða svo.

Author: Andfari

Andfari