blank spell læv í ketilsherberginu

Sumar helgar eru pakkaðri en aðrar. Næsta helgi, til dæmis, pökkuð í döðlur! Tveir tónleikar á föstudaginn. Tveir á laugardaginn.

Á föstudaginn? Falkfest á Spot þar sem svo mikið af góðu fólki kemur fram að það er ótrúlegt. Þessir tónleikar eru haldnir til styrktar Gulla Falk sem greindist nýlega með krabbamein. Á Íslenska Rokkbarnum verður svo Dauði og Rotnun. Þar munu góða fólkið í Show Me Wolves, Blood Feud og Grave Superior koma fram.

Á laugardaginn? Það verður drungapönk í hjólabrettasalnum í Dugguvogi. Skemmtileg staðsetning fyrir tónleika! Kælan Mikla verður þarna ásamt Gröfum og amerísku drungapönksveitunum Blank Spell (myndband hérna fyrir neðan y’all!) og Haldol. Á Bar 11 verða svo dauði og djöfuldómur þar sem Show Me Wolves, Nexion og Urðun koma fram! Fokk hvað þetta verður erfiður laugardagur! Lúxusvandamálin alveg að buga mann hérna. Fer maður á bæði eða bara annað. Þessar erfiðu ákvarðanir, maður!

Author: Andfari

Andfari