satans kirkja, ný-rokk og ac/dc tribjút

Fátt fór meira í taugarnar á ofurkvltistum djöflarokkssenunnar norsku og hin ameríska Church of Satan. Það að einhver skyldi ákveða að græða á pening á gamla kallinum var náttúrulega hræðilegt. En, það skiptir víst engu máli hvaða álit fólk hefur á þessum samtökum býst ég við. Þau virðast ætla að lifa alla efasemdarmenn, en í dag fagna þau einmitt hálfrar aldar afmæli sínu!

Ef þú hefur ekki áhuga á að vekja upp djöfulinn í kvöld er nú hægt að finna sér eitthvað að gera. Til dæmis væri hægt að kíkja á heimildarmyndina Ný-Rokk í Reykjavík sem sýnd verður í Bæjarbíó í Hafnarfirði í kvöld.

Ef þú hinsvegar nennir ekki í bíó þá geturðu skellt þér á tribjút tónleika sem haldnir verða í Eldborg í Hörpu til heiðurs áströlsku rokksveitarinnar AC/DC.

Author: Andfari

Andfari