magick touch – trouble & luck (nýtt myndband)

Já, ég veit að það eru kannski ekki margir lesendur Andfarans sem hafa heyrt í eða af norsku rokksveitinni Magick Touch, en það er þá bara fínt að breyta því núna. Það er sól úti og fínt að skella léttu rokki og brjóta upp eilífann straum dauðarokks og harðkjarna!

Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu, Electric Sorcery, hjá Edged Circle Productions og ef þú átt leið framhjá Apollon klúbbnum í Bergen á eftir þá er um að gera að skella sér á útgáfutónleika hennar.

Author: Andfari

Andfari