sam dunn tæklar þrassmetalinn

Í kvöld var enn einn Lock Horns þátturinn, og þetta sinn var þrassmetallinn flokkaður í ræmur!

Þátturinn byrjaði nokkuð vel þegar Pantera var tekin af listanum. Ég veit ekki með ykkur en ég álít Pantera aldrei hafa tilheyrt þrassinu, hún var glampower fyrst og svo fór hún útí grúvmetalinn. Þrassinu tilheyrði hún aldrei þó svo að það megi alveg heyra smá Exhorder í henni öðru hverju. Anvil fékk líka að fjúka af listanum, en eins góð og skemmtileg og hún má vera þá spilar hún ekki þrassmetal.

Það var þó helvískt að sjá Tankard skellt á listann. Sérstaklega þar sem Coroner komst ekki á blað! Hvernig hægt var að velja þýskann bjórbumbumetal framyfir svissneska tækniþrassið næ ég ekki!

Allt í allt var þessi listi ágætur þrátt fyrir að Coroner og Íslandsvinirnir í Havok komust ekki á blað. Það hefði samt mátt henda seglum Tankard og Exodus út á haf út! Leiðinlegri þrassmetalhljómsveitir er eflaust erfitt að finna. Ekki ómögulegt, eins og Onslaught sannar, en erfitt.

Author: Andfari

Andfari