ný tónlist: glorior belli, akercocke og anagnorisis

Ég man þegar ég heyrði fyrst af Glorior Belli, það var stuttu eftir að Casus Luciferi, meistaraverk sænsku djöflarokkssveitarinnar Watain, kom út. Give or take nokkrir mánuðir. Þarna voru á ferðinni ferskir frakkar, svo illir að bikasvart kaffi átti ekki séns í þá. Þeir voru illir. Þeir voru Satanistar. Þeir voru til fyrir Hann!

Svo uppgvötvuðu þeir Nola og hver skífan á fætur annarri sem kom frá þeim var varla virði meira en tveggja laga skeinipappír! Rusl á rusl ofan!

En, fólk segir að batnandi mönnum sé best að lifa og ég ætla að vona að þýði að Sundown (The Flock That Welcomes), nýjasta breiðskífa sveitarinnar, verði aðeins meira virði. Þessi tvö lög sem búið er að sleppa á netið, “Sundown” og “Satanists Out of Cosmic Jail” hljóma ágætlega. Þau eru reyndar þrjú, ég vissi ekki af “Lies-Strangled Skies”. Sorry!

Það kom mér á óvart fyrr í dag þegar ég sá nýtt lag með bresku öfgarokksveitinni Akercocke dreifast eins og sinueldur um fréttaveituna á Fjasbókinni í dag. Það voru allir að deila “Inner Sanctum”, nýja smellinum frá hljómsveitinni, og að missa sig yfir téðum smelli.

Já, já, þessi smellur hljómar ágætlega. Hann er þó helvíti safe, ef það er í lagi að sletta. Þetta lag hljómar eins og Katatonia að reyna að rokka sig aðeins upp. Gott þó, eins bitlaust og það má vera. Alveg hægt að dansa við þetta. Ég held þó að ég sé búinn að vera með þetta lag á rípít núna síðusta klukkutímann eða svo, svoleiðis að það getur nú ekki verið alslæmt!

Endum þetta svo á einhverju sem ég þekki bara alls ekki neitt en hljómar ágætlega. Það er oft helvíti gott, því þá hefur maður ekki náð að mynda sér álit á hlutunum sem eru lituð utanaðkomandi áhrifum. Hljómsveitin sem ég þekki svona lítið heitir Anagnorisis og er amerísk. Hún hefur starfað síðan 2003 og á þeim tíma gefið út tvær breiðskífur. Þriðja breiðskífan er víst væntanleg í haust í gegnum þýska plötufyrirtækið Vendetta Records. Ég er búinn að hlusta smá á nýjustu breiðskífuna, Beyond All Light, og það sem ég hef heyrt hljómar nú bara ágætlega. Frekar skemmtilegt seinnitíðar ameríkusverta sem minnir mann á það sem Nachtmystium, Panopticon og álíka voru, og eru, að gera.

Author: Andfari

Andfari