defiled – force and obidience

Það er sumardagurinn fyrsti og það er auðvitað ekki hægt að byrja sumarið öðruvísi en á ísköldu japönsku dauðarokki!

Síðan japanska dauðarokksmaskínan Defiled hóf för sína 1992 hefur hún gefið út fjórar breiðskífur, eina smáskífu og tvö demó. Auk þess hefur hún komið fram með dauðarokksrisum á borð við Monstrosity og Angelcorpse.

Towards Inevitable Ruin, sem kemur út áttunda júlí hjá Season of Mist, verður því fimmta breiðskífa sveitarinnar og lagið sem Andfarinn frumsýnir í dag er það fyrsta sem dettur í spilun af henni.

Eins og Yusuke Sumita, gítarleikari sveitarinnar, segir þá þarf að hlusta á þetta lag oftar en einu sinni til þess að ná því. Kannski oftar en tvisvar. Oftar en þrisvar gæti þó verið hættulegt.

Author: Andfari

Andfari