naðra, svartidauði, cult leader og beherit

Naðra er að túra Evrópu núna. Hún, ásamt restinni af Vánagenginu, hélt Roadburn tónlistarhátíðinni uppi síðustu dagana heyrði ég. Fréttaveitan hjá mér er full af fólki sem er að missa sig yfir Vánakrúinu og Úlfsmessunni sem sett var upp í síðasta sinn á hátíðinni.

Áður en Naðra hélt út sendi hún frá sér smáskífuna Form. eftir því sem ég best veit þá er hún bara fáanleg á Netinu núna en verður seinna gefin út á kassettu af Vánagandi og á sjötommu vínilplötu hjá Goatowarex.

Svartidauði sendi einnig frá sér nýtt efni fyrir helgina, en það fór frekar hljótt. Um er að ræða sjötommuna Hideous Silhouettes of Lynched Gods sem inniheldur efni sem tekið var upp fyrir sex árum. Hljómsveitin er í þessum skrifuðu orðum að gera sig tilbúna fyrir Evróputúr með Primordial og Ketzer. Úff hvað ég hefði átt að koma mér að á þeim túr sem bílstjóri. Rótari… Hjálpardekk… Þetta lænupp er kalikkað!

Bandaríska harðkjarnasveitin Cult Leader mun spila á tvennum tónleikum næstu tvo daga hérna í Reykjavík. Mánuðurinn líður afskaplega hratt, finnst mér, því mér finnst bara örstutt síðan það var mánuður í þessa tónleika og ég var ekkert að flýta mér að skrifa eitthvað mikið um þá.
Allavega, á morgun eru all ages tónleikar í Crisis Hovse og á miðvikudaginn er fullorðinstónleikar á Dillon. Þetta verður spennandi!

Að lokum! Að lokum fáum við áður óbirt efni með finnsku svartþungarokkurunum í Beherit! Þetta er myndefni frá því þegar hljómsveitin tók þátt í músíktilraunum síns heimabæjar og er fróðlegt að sjá. Beherit byrjar þegar um 2:50 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Ef maður ætti nú bara upptökur af því þegar Demogorgon og Skörungur tóku þátt í músíktilraununum í Tónabæ. Það voru glæstir tímar!

Author: Andfari

Andfari