def leppard, obliteration, vektor og hið myrka man

Ég settist niður rétt fyrir átta tilbúinn til þess að horfa á Sam Dunn og félaga í Lock Horns greina djöflarokkið en þess í stað sá ég bara tilkynningu um að það væri búið að fresta þættinum þar til í næstu viku. Hræðilegt. Þess í stað sit ég hérna núna og horfi á gamla bílaþætti þar sem Lada Sport (bíllinn, ekki hljómsveitin) er í aðalhlutverki.

Reyndar er það ekki það eina sem ég er búinn að horfa á í kvöld. Ég er búinn að horfa á eitt, tvö, þrjú Vektor myndbönd (ný plata að koma út í næsta mánuði), eitt, tvö lög með Obliteration (hvað í helvítinu er að gerast þar?), og eitt myndband með Def Leppard (er sú hljómsveit virkilega ennþá til?!).

Sorry, en ég hélt að Def Leppard hefði drepist fyrir aldamótin, eða vonaði það nú kannski frekar. En svo er ekki, og þess vegna er hérna olíuborinn Vivian Campbell bara fyrir þig. Því allir þurfa á olíubornum Vivian Campbell að halda. Svona eins og allir þurfa á massífri þynnkuskitu að halda í miðju ródtrippi frá Neskaupstað.

Úti er Hið myrka man að halda tónleika á Húrra og þar kemur Ultraorthodox meðal annars fram. Á öðrum stað heyri ég í Antimony og Wesen. Á morgun verða Volcanova og Captain Syrup á Quest og heyrst hefur að Sólstafir muni spila í portinu hjá Geisladiskabúð Valda á laugardaginn ef veður leyfir.

Author: Andfari

Andfari