babymetal, wacken metal battle og reykjavík deathfest

Tökum þetta í öfugri röð miðað við fyrirsögn.

Reykjavík Deathfest. Ég ætlaði að vera löngu búinn að skrifa rívjú um þann merka viðburð en veikindi og annir hafa haft mikil áhrif. Þetta kemur á morgun.

Wacken Metal Battle Iceland. Ég kíkti á fídbakkfund áðan þar sem erlendu dómararnir, og tveir innlendir, gáfu þeim hljómsveitum sem mættu, sem voru eiginlega allar, misgáfuleg ráð. Sumir settu út á, aðrir hrósuðu, en ég held að allir hafi farið frá borðinu ágætlega sáttir.

Babymetal. Hvað í helvítinu er það nú?! Þetta er eflaust ekki í fyrsta skipti sem ég nefni það fyrirbæri og þetta verður ekki það síðasta! Er þetta meiriháttar? Er þetta hræðilegt? Er þetta það besta sem hefur komið fyrir því þetta blandar saman japanskri menningu og vestrænu þungarokki? Hvað finnst þér?

Author: Andfari

Andfari