auðn sigraði wacken metal battle iceland 2016

Ég sit hér uppfullur af landlægum flensuandskota og skrifa þessi fáu orð hér.

Ég fór á WMB í gær sem var haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þorsteinn, skipuleggjandi keppninnar, stóð sig mjög vel og þetta heppnaðist mjög vel. Ég sá það þarna að það vantar svona stað í miðbæ Reykjavíkur. Það vantar stað sem er meira en bar með sviði.

Hvað um það, Wacken Metal Battle Iceland var mjög skemmtileg keppni og efstu sætin voru eftirfarandi:

1 AUÐN
2 CHURCHHOUSE CREEPERS
3 GRAVE SUPERIOR

Allar hljómsveitirnar voru mjög sterkar og erfitt að gera upp á milli þeirra. Að því sögðu þá vann Auðn örugglega og eiga Þýskalandsferðina fyllilega skilið.

Author: Andfari

Andfari