rotting christ – les litanies de satan (textamyndband)

Fimmtudagur í dag og bara einn dagur í Wacken Metal Battle Iceland, þar sem ungar og efnilegar öfgarokkssveitir munu stíga á stokk og láta ljós sitt skína.

Til þess að auðvelda þér biðina þá skelli ég hér glænýju textamyndbandi með Íslandsvinunum í Rotting Christ. Lagið heitir “Les Litanies de Satan” og er tekið af nýjustu breiðskífu sveitarinnar, Rituals, sem kom út í byrjun febrúar hjá Season of Mist. Með hljómsveitinni í för nú er Vorph úr svissnesku djöflarokkssveitinni Samael. Góðir tímar.

Author: Andfari

Andfari