trúboðasleikjari transilvaníu

Ég sit hérna og horfi á “Lifandi dauðir” í enn eitt skiptið. Það er verið að sýna hana á RÚV núna. Ég ætlaði að skipta yfir á Rás2 klukkan ellefu til þess að hlusta á Dordingul en ég gat ekki slökkt á þessari mynd, hún er bara það góð.

Ég ætlaði að skrifa um Reykjavík Deathfest en ég var frekar þreyttur eftir að hafa mætt á mótmælin í dag að ég læt það bíða til morguns eða dagsins á eftir honum. Við þurfum ekki veruleikafyrringu og fávitaskap, það sem við þurfum er meira rokk!

Author: Andfari

Andfari