reykjavík deathfest og glerakur

Það eru núna örfáir klukkutímar í Reykjavík Deathfest og ég er spenntur. Ég er spenntur fyrir því að sjá Cephalic því ég hef ekki séð þá áður og sama á við um Hubris. Logn. Beneath. Urðun. Svo mikið af góðu. Svo mikið gourmet.

GlerAkur. Ég hafði heyrt af GlerAkri en hafði aldrei heyrt í GlerAkrinum. Það varð þó breyting á því í gær þegar ég komst að því að hljómsveitin er nú komin á mála hjá Prophecy Productions en það fyrirtæki er meðal annars með Alcest, Arcturus og Vemod á sínum snærum.

Samkvæmt því sem ég kemst næst er breiðskífa í smíðum og tónleikar fyrirhugaðir, þar á meðal á tónlistarhátíð sem Prophecy heldur í Þýskalandi.

Author: Andfari

Andfari