sinistro – semente (ný plata)

Síðustu vikurnar hefur Andfarinn frumsýnt nokkur myndbönd með portúgölsku jaðarþungarokkssveitinni Sinistro, og í hvert sinn verður hann hrifnari af hljómsveitinni. Það er eitthvað við þetta rólega þunga rokk sem rífur mann niður á alveg einstaklega þægilegann máta. Það er því mjög gaman að fá að taka þátt í frumsýningu á nýjustu afurð sveitarinnar, Semente, sem kemur út hjá Season of Mist áttunda apríl.

Sinistro spilar tónlist fyrir fólk sem vill elskulegheit Faith No More, krúttlegheit Radiohead og þunga Swans. Tónlist sem minnir þig á brennandi sólina sem ríkir þarna fyrir sunnan á sumrin.

Author: Andfari

Andfari