havok, nykur og reykjavík deathfest

Havok er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika á Húrra í enda maí. Hljómsveitin er á leiðinni yfir til Evrópu til þess að taka túr um meginlandið, og þar á meðal mun hún spila sem upphitunarband fyrir Megadeth á nokkrum stöðum. Megadeth er ekki á leiðinni til landsins, þó ég væri nú alveg til í að sjá þá hljómsveit núna. Dystopia var fín plata og tónleikarnir á Nasa rosalegir!

En ef við förum nú aðeins nær okkur í tíma þá er þessi helgi mjög góð! Nykur, sem inniheldur meðal annars Kristján Breytara, er að spila í kvöld á Gauknum. Því miður kemst ég ekki, en rokkið mun án efa lifa og fljóta úr öllum krönum þar í kvöld.

Hvað er meira að gerast þessa helgi? Já, Reykjavík Deathfest er að gerast þessa helgi! Ég er mjög spenntur, bæði fyrir hátíðinni sjálfri sem fer fram á Gauknum á laugardaginn, og fyrir upphituninni sem fer fram á Bar11 á morgun. Mig hlakkar afskaplega mikið til þess!

Author: Andfari

Andfari