nýtt myndband með perturbator og death endurútgáfa

Nýtt myndband með Perturbator flaut á Netið fyrr í dag. Ef þú manst ekki eftir Perturbator þá er það einn af listamönnunum sem koma fram á Eistnaflugi í sumar. Þetta myndband fær mann til þess að langa til að skella Terminator aftur í spilarann og horfa á Cobra, Knight Rider, Hard Rain og Kung Fury.

Það hlaut að koma að því, Scream Bloody Gore fær endurútgáfutrítmentið hjá Relapse. Milljón mismunandi útgáfur og meiraðsegja upptökur sem hafa aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. Fullt af fatnaði líka, fólk þarf nú að dressa sig upp fyrir sumarið. Helvítis langermabolirnir uppseldir, fjandinn hafi það! En, það er hægt að skella sér á Death stuttbuxur. Hver þarf nú ekki á Death stuttbuxum að halda, ég bara spyr?

Author: Andfari

Andfari