misþyrming, auðn, beneath, wormlust og reykjavík deathfest

Þungarokkstengslin milli Íslands og Noregs styrkjast með hverju árinu! Beneath og Wormlust komu fram á Inferno tónlistarhátíðinni í Oslo sem endaði í gær. Seinna á árinu mun Skálmöld koma fram á Midgardsblot tónlistarhátíðinni sem fer fram í bænum Borre og í byrjun næsta árs mun Misþyrming og Auðn spila á Blastfest í Bergen. Ágætis útflutningur á íslensku þungarokki í gangi þarna.

Beneath mun einmitt troða upp á Gauknum næstu helgi á Reykjavík Deathfest. Ég ætti ekki að þurfa að telja hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni upp fyrir þig, en ef þú er búinn að gleyma því þá er auglýsing fyrir viðburðinn hægra meginn við þennan texta. Ég hlakka til Reykjavík Deathfest, ég verð bara að segja það. Ég er spenntur.

Ég er einnig spenntur fyrir upphituninni sem verður á Bar 11 fyrsta apríl. Þar munu Grave Superior, Narthraal og Nexion koma fram. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég sé Grave Superior og Nexion á sviði og í fyrsta sinn sem ég sé Narthraal með nýja gítarleikarann. Spennandi tímar framundan!

Ef svo skyldi vera að þú hafir engan áhuga á dauðarokki á föstudaginn þá verða Oni og O’Bannion á Dillon sama dag. Ég hef aldrei séð O’Bannion en Oni verður alltaf betri og betri.

Þetta verður þétt helgi, það er víst.

Author: Andfari

Andfari