af cobalt, vertigo, amon amarth og dráttarbílum


Það er laugardagskvöld og ég sit heima í stað þess að vera á einhverju útstáelsi. Engir tónleikar en þó ný tónlist. Úr hátölurunum streymir Cobalt, amerískt djöflarokk. Slow Forever, nýjasta breiðskífa sveitarinnar kom út í gær. Sú fyrsta í sjö ár, held ég. Sú fyrsta eftir allt dramað. Hvernig hljómar hún? Hún hljómar nú reyndar helvíti vel, enn sem komið er. Mikið rokk í henni. Ég veit ekki hvort að Charlie Fell kom með það með sér, en þessi skífa hljómar mjög hress.

Vertigo og O’Bannion spila á Bar 11 núna á eftir. Taktast partírokk með dramatískum keim og stoner rokk sem kemur öllum í gott skap.

Ég er búinn að hlusta smá á nýjustu afurð Amon Amarth, en Jomsviking kom einmitt út í gær. Ég átta mig engan veginn á henni. 11 lög. Þau hljóma öll eins. Kannski er ég þreyttur, ég hlýt að vera þreyttur, því þetta getur ekki verið. Ég hlýt að hafa ruglast og sett eitt lagið á repeat. Það hlýtur bara að vera.

Á eftir, þegar ég er búinn að hlusta á Cobalt, ætla ég að horfa á nýjasta Roadkill þáttinn. Því það er bara svo gaman.

Author: Andfari

Andfari