toska og ghost bath

Ég fékk í dag sent prómó með íslensku black metal sveitinni Toska. Ég hef aldrei heyrt um þá hljómsveit, en miðað við gróskuna sem er í öndergrándinu núna má vel vera að þarna sé um íslenska sveit að ræða. Ég held samt að við séum að tala um eitthvað Ghost Bath dæmi, þar sem ekki einn einasti meðlimur er íslenskur heldur að þetta sé brasilískt fótanuddtæki.

Hvað um það, ég renndi þessari skífu Toska, sem kemur út hjá Eiwaz Recordings fimmtánda maí, í gegn og hún hljómar ágætlega. Jafnvel góð á köflum. Lagið “Iced Spectres” kemur sterkt inn.

Einhverra hluta vegna minnti Toska mig hljómsveitina Ghost Bath. Sú hljómsveit sagðist eitt sinn vera kínversk, býst ég við til þess að skapa leyndardómsfulla stemmningu, en var á endanum afhjúpuð sem samansafn af ósköp venjulegum Ameríkum þungarokkurum sem höfðu gaman af djöflarokki og leyndardómum. Miðað við myndbandið þá hafa þeir líka gaman að sænsku hljómsveitinni Ofdrykkja. Miðað við tónlistina þá hafa þeir líka gaman af Deafheaven. Þeir virðast líka hafa gaman að standa út í kirkjugarði klæddir upp eins og Leðurblökumaðurinn.

Author: Andfari

Andfari