radio fenriz 18

Ég sit hérna á þessum laugardegi, sólin skín úti og manni finnst eins og vorið sé komið. Vorið ætti að vera komið. En, vorið er ekki komið, páskahretið er ennþá eftir, og þar til það er komið og farið þá tölum við ekki um neitt vor!

Ég horfi út um gluggann og sé byggingakrana. Ég rölti um hverfið og sé fleiri byggingakrana. Það er verið að rífa hús til þess að reisa fleiri hótel, sprengja klappir til þess að koma bílakjöllurum fyrir. Einhversstaðar verða bílarnir að leggja.

Ég skima yfir blöðin og sé bara fréttir um leynireikninga, ferðaiðnaðinn og prósentuskiptingu á Laugaveginum. Mér finnst eins og tvöþúsundogsjö sé komið aftur.

Ég loka öllum vöfrum og hlusta bara á Fenriz. Hjá honum er alltaf nítjánhundruðáttatíuogníu, allan ársins hring.

Author: Andfari

Andfari