zhrine – utopian warfare (nýtt lag)

Andfarinn er ennþá Jón Sækd yfir því að það sé að loksins að koma út breiðskífa með Zhrine. Hinum ókrýndu konungum íslensks dauðarokks, segja sumir. Þeir aðilar átta sig ekki á því að við búum í lýðveldi, ekki konungsríki, þar sem þingræði er.

En, um hvaða plötu er verið að tala um. Unortheta mun skífan sú heita, og kemur hún út í byrjun næsta mánaðar hjá Season of Mist! En, það eina sem ég vil vita er…

…HVENÆR ERU ÚTGÁFUTÓNLEIKARNIR!?!?! Hér á landi! Eitthvað útlandaflipp telst ekki með!


12798854_596995267125226_9141903697436684544_n

Author: Andfari

Andfari