abbath – winterbane (glænýtt myndband)

Tuttugasta og annan janúar síðastliðinn nötraði jörð þegar listamaðurinn Abbath, einnig þekktur sem Abbath Doom Occulta, gaf út breiðskífuna Abbath með hljómsveit sinni, Abbath.

Hljómplatan sú, sem Season of Mist gaf út, hefur slegið í gegn víðsvegar um heiminn og líkt og rokkstjörnum sæmir hafa Abbath, King og Creature skellt í myndband.

Og það myndband er nú bara helvíti gott. Hæfilega mikill ostur og lítur ekki út fyrir að hafa verið tekið upp með brauðrist. Það er alltaf plús. Já, það er meir að segja það gott að maður gæti horft á það nokkrum sinnum í röð. Jafnvel!

abbathtour

Author: Andfari

Andfari