opeth heldur uppá tuttugu og fimm ára afmælið sitt og gefur út bók

Í fyrra fagnaði sænska progrokksveitin Opeth tuttugu og fimm ára starfsafmæli. Það hlýtur nú að teljast nokkuð góður áfangi hjá rokksveit í þyngri kanntinum.

Í tilefni þess mun hljómsveitin gefa út bók í gegnum Rocket 88 útgáfuna þar sem farið verður yfir sögu Opeth og sjaldséðnar ljósmyndir af hljómsveitinni á öllum stigum ferils hennar birtar.

Hvort Eistnaflugið grípur tækifærið og fær kappana í Opeth til þess að koma með nokkur eintök með sér og árita fyrir rokkþyrsta aðdáendur hennar á Norðfirði verður að koma í ljós seinna en nú er allavega hægt að panta hana í gegnum opethbook.com.

Author: Andfari

Andfari