megadeth – poisonous shadows

Af þeim “fjóru stóru” (Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax) er Megadeth sú eina sem hefur skilað af sér ágætis plötu síðustu misserin. Nýjustu breiðskífur Slayer og Anthrax voru afskaplega líflausar en nýjasta plata Megadeth virðist nú vera allt í lagi. Sumir vilja jafnvel meina að hún sé það besta sem hefur komið frá hljómsveitinni síðan Countdown to Extinction. Stór orð.

Hér er einmitt splunkunýtt myndband við lagið “Poisonous Shadows” sem er einmitt tekið af Dystopia. Splunkunýtt? Já, bara tveggja daga gamalt. Nætursaltað. Eins og það á að vera.

Author: Andfari

Andfari