lock horns tæklar glam metalinn

Andfarinn er mikill aðdáandi Lock Horns þáttanna, þar sem Sam Dunn og félagar hjá BangerTV taka fyrir alla, allavega flesta, kima þungarokksins og reyna að vega og meta hverjir það eru sem skipta, og hafa skipt, mestu máli innan þeirra.

Í gærkveldi var komið að glaminu og þó Andfarinn sé ekki mikill aðdáandi þess þá sat hann límdur fyrir framan skjáinn og reifst við sjónvarpið ef honum hugnaðist ekki hvaða stefnu hlutirnir voru að fara í.

Er þetta rétt? Er þetta rangt? Þegar að tónlist kemur er slíkt ekki til, en það er samt svo gaman að horfa á þetta!

Sú sem fór yfir metalinn nú var Priya Panda, en hún er söngkona hljómsveitarinnar Diemonds. Fyrir neðan Lock Horns hér fyrir neðan má einmitt finna myndband með þeirri sveit, langi þig að glama þig smá upp!

Author: Andfari

Andfari