sleep of monsters – golden bough

Í gær skellti finnska rokksveitin Sleep of Monsters nýju myndbandi lausu. Myndbandið er við lagið “Golden Bough” og er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út í endan á maí eða byrjun júní hjá Svart Records.

Platan, sem nefnist Sleep of Monsters II: Poison Garden, var tekin upp í gamalli villu á Spáni og lýsir hljómsveitin henni sem því sem myndi gerast ef Lee Hazlewood myndi detta í það með stelpunum í Abba á þungarokksknæpu og missa sig á trúnó um eymd mannkyns og hamingju dulspekinnar. Góðir tímar!

Author: Andfari

Andfari