piss vortex – devouring intent

Við skulum halda okkur á norrænu nótunum núna og kíkja á dönsku mulningsrokkarana í Piss Vortex. Djöfuls snilldar nafn er á þessari hljómsveit!

Piss Vortex inniheldur meðal annars meðlim LLNN en sú hljómsveim heimsótti okkur einmitt síðasta sumar og spilaði á Eistnaflugi.

Það er ný smáskífa væntanleg með henni fyrsta apríl og það er hægt að kíkja á lag af henni með því að smella á þennan hlekk. Nennir þú því hins vegar ekki, og langar bara að láta það duga að kíkja á þetta myndband hér fyrir neðan, eða plötuna hér fyrir ofan, þá er það bara allt í lagi líka.

Author: Andfari

Andfari