hljómsveitirnar sem komust áfram í wacken metal battle iceland tilkynntar, misþyrming vann ekki menningarverðlaun dv

Já, þau undur og stórmerki gerðust að Misþyrming vann ekki tónlistarflokk Menningarverðlauna DV. Ég er viss um að ófá svört tár munu falla ofan í bjórglös á þessum dimma degi. Standið sterkir, strákar! Það er alltaf næsta ár! Mengi vann. Til hamingju með það, Mengi!

En, á skemmtilegri nótum er hægt að greina frá því nú hvaða hljómsveitir komust áfram. Þær eru Aeterna, Auðn, Churchhouse Creepers, Grave Superior, Lightspeed Legend og While My City Burns.

Þessar hljómsveitir munu berjast til dauða í Hlégarði, Mosfellsbæ, áttunda apríl. Þeim til halds og trausts verður sigursveit síðasta árs, In the Company of Men og svo ein sveit í viðbót sem ekki er búið að tilkynna en sem komið er.

Author: Andfari

Andfari