withered – husk

image

Nei, þetta er ekki íslenska djöflarokkshljómsveitin Withered sem gaf út afskaplega góða breiðskífu hér um árið heldur hin ameríska Withered sem mun gefa út nýja breiðskífu, Grief Relic, á Season of Mist í enda maí.

Á meðan sú íslenska sótti í viskubrunn Emperor sækir sú ameríska í drullupitt kröstsins til jafns við gömlu skandinavísku goðin svo úr verður ofbeldisfullt kanablach!

Author: Andfari

Andfari