skuggsjá – skuggsjá

skuggsjá / mynd: ester segarra
skuggsjá / mynd: ester segarra

Það sem fáum í dag er meiriháttar, heil plata með Skuggsjá! Ekki þó hinni íslensku, sem ég hef ekki heyrt neitt af svo mánuðum skiptir, heldur hinni norsku.

Hinni norsku, sem samanstendur af þeim Einar Selvik og Ivar Björnson, mönnum sem fólk þekkir kannski úr Wardruna, Enslaved og Gorgoroth þar sem þeir, í þá gömlu góðu daga, kölluðu sig Kvitravn og Daimonion. Sælar minningar.

Skuggsjá kemur út á vegum Season of Mist ellefta dag þessa mánaðar, en eins og svo oft áður þurfum við ekkert að bíða. Algjör óþarfi! Skellum þessu í okkur strax!

Author: Andfari

Andfari