sylvaine – a ghost trapped in limbo

sylvaine / mynd: andy julia
sylvaine / mynd: andy julia

Þegar ég kíkti yfir fréttatilkynninguna frá Season of Mist sá ég að það var tekið fram að Sylvaine væri sko ekkert enn ein ljóskan sem væri drifin áfram af einhverri þörf til þess að kópera það sem Burzum hefði áður gert. Ég áleit þetta fyrst vera skot á Amalie Bruun (Myrkur) og var að pæla í að leiðrétta SoM og segja að þar væri um augljósann Ulver átrúnað að ræða.

En, ég kíkti svo á eldra efni Sylvaine og heyrði þar eitt eða tvö öskur í anda Greifa Grishnackh. Þar gæti þetta Burzum dæmi hafa sprottið. Samt, af hverju að taka það fram að hún væri ekki bara ein af Burzum ljóskunum? Hvaða Burzum ljóskum? Er kannski verið að tala um Wigrid?

Hvað um það, hérna er glænýtt lag af væntanlegri plötu Sylvaine.

Author: Andfari

Andfari