ragnarok – infernal majesty

ragnarok

Tuttugasta og fimmta mars kemur áttunda breiðskífa norsku djöflarokkssveitarinnar Ragnarök út í gegnum Agonia Records. Skífan mun bera nafnið Psychopathology og var hún tekin upp í Endarker hljóðverinu þar sem Devo, bassaleikari Marduk, sá um að allt gengi upp á bakvið borðið.

Í dag fáum við að heyra lag af skífunni og það er ekki eftir neinu að bíða. Ekkert kjaftæði, bara tónlist!

Author: Andfari

Andfari