amorphis, marduk og opeth staðfestar á eistnaflug

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með því hvað er að gerast í íslenska þungarokksheiminum að rokkhátíðin Eistnaflug kom með helvíti stóra tilkynningu í dag.

marduk
marduk

Í dag bættust þrjár erlendar hljómsveitir við þær sem þegar var búið að tilkynna, sem þýðir þá að hátíðin er að taka á sig ágætis mynd. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru hin finnska Amorphis og svo Marduk og Opeth frá Svíaríki.

Mitt gamla djöflarokkshjarta gleðst auðvitað mikið yfir því að fá loksins að sjá Marduk aftur eftir langan tíma, og vonar um leið að Amorphis eigi eftir að taka eins og einn góðan slagara eða svo af gamla efninu sínu. Maður má vona.

Heildarlista tilkynntra hljómsveita má svo sjá hér fyrir neðan.

Agent Fresco [ICE] | Amorphis [FIN] | Auðn [ICE] | Belphegor [AUT] | Beneath [ICE] | Bootlegs [ICE] | Brot [ICE] | Celestine [ICE] | Churchhouse Creepers [ICE] | Conflictions [ICE] | Dark Harvest [ICE] | Defeated Sanity [GER] | Dimma [ICE] | Dr. Spock [ICE] | Dulvitund [ICE] | Dynfari [ICE] | Endless Dark [ICE] | Ensími [ICE] | Fufanu [ICE] | GlerAkur [ICE] | Gloryride [ICE] | Goresquad [FO] | Grafir [ICE] | Grit Teeth [ICE] | HAM [ICE] | In The Company Of Men [ICE] | Kolrassa Krókríðandi [ICE] | Kontinuum [ICE] | Kælan Mikla [ICE] | Lightspeed Legend [ICE] | Mammút [ICE] | Mannveira [ICE] | Marduk [SWE] | Meistarar Dauðans [ICE] | Melechesh [ISR] | Meshuggah [SWE] | Misþyrming [ICE] | Momentum [ICE] | Muck [ICE] | Naðra [ICE] | Narthraal [ICE] | Oni [ICE] | Opeth [SWE] | Ophidian I [ICE] | Páll Óskar & DJ. Töfri [ICE] | Pink Street Boys [ICE] | Prins Póló [ICE] | Reduced to Ash [FO] | Retro Stefson [ICE] | Sails of Deceit [FO] | Severed [ICE] | Sinmara [ICE] | Skrattar [ICE] | Skurk [ICE] | Sólstafir [ICE] | The Vintage Caravan [ICE] | Urðun [ICE] | Úlfur Úlfur [ICE] | World Narcosis [ICE] | Zhrine [ICE]Author: Andfari

Andfari