necronomicon – i bringer of light

necronomicon / mynd: myriam francoeur
necronomicon / mynd: myriam francoeur

Mér sýnist á myndinni hér fyrir ofan að við höfum fundið hljómsveitina sem stal hveitisponsinu frá Sólstöfum!

Kannski einhver ykkar muni eftir „Unification of the Four„, sem Andfarinn frumsýndi í síðasta mánuði, sem líkt og „I Bringer of Light“ er tekið af Advent of the Human God, væntanlegri breiðskífu kanadísku djöflarokkarana í Necronomicon, en ef ekki þá er fínt að skella þessu lagi í gangi og hressa uppá minnið.

Advent of the Human God kemur út átjánda mars hjá Season of Mist.