ereb altor – twilight of the gods

ereb altor / mynd: erik larsson
ereb altor / mynd: erik larsson

Okkur gafst, því miður, aldrei tækifæri til þess að sjá Bathory á sviði en án efa hafa mörg okkar séð margar, misgóðar, hljómsveitir spreyta sig á lögum sænsku goðanna.

Ereb Altor hefur löngum verið þekkt fyrir víkingamálm sinn sem hljómar afskaplega líkt Bathory. Nú hefur hún tekið hlutina skrefinu lengra og gefur út ábreiðuplötu tileinkaða hljómsveitinni ellefta mars.

Í dag hefði Quorthon orðið fimmtugur, hefði hann lifað svo lengi, og í tilefni þess hafa meðlimir Ereb Altor sleppt myndbandi á netið. Myndbandið er við lagið “Twilight of the Gods” en það lag, og mörg önnur, má finna á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem kemur út ellefta mars í gegnum Cyclone Empire.

Author: Andfari

Andfari