vredehammer – light the fucking sky

vredehammer / mynd: jorn veberg
vredehammer / mynd: jorn veberg

Ég held að það séu þrír mánuðir síðan Andfari frumsýndi síðast lag með norsku djöflarokkurunum í Vredehammer. Þá átti Violator, breiðskífan sem lagið er af, að koma út i þessum mánuði en eitthvað virðist hafa komið uppá og hefur útgáfudegi verið seinkað þar til átjánda mars næstkomandi.

Gæti það haft eitthvað með það að gera að Valla, driffjöður Vredehammer, var upptekinn síðustu mánuði að túra með Abbath, konungi svartrokksins?

En, hvað gerir fólk þá? Nú, fólkið hjá Indie Recordings skellti þá bara nýju lagi á netið og held ég að það sé nú bara helvíti góð hugmynd hjá þeim!

Author: Andfari

Andfari