obsidian kingdom – darkness

obsidian kingdom / mynd: ester segarra
obsidian kingdom / mynd: ester segarra

Rætur spænsku hljómsveitarinnar Obsidian Kingdom liggja í niðadimmu djöflarokki, þótt það sé ef til vill erfitt að ímynda sér það þegar maður kíkir á myndina af hljómsveitinni hér fyrir ofan. Það er ekki vott af líkmálningu að finna þar og ekki einn dropa af blóði. Þarna eru bara vel klæddir menn og skemmtileg veggjalist.

Ellefta mars næstkomandi kemur önnur breiðskífa sveitarinnar út á vegum Season of Mist, og ber hún titilinn The Year With No Summer. “Darkness” er annað lagið sem Andfarinn frumsýnir hér af þessari plötu og aldrei að vita nema við eigum eftir að heyra meira frá sveitinni fljótlega.

Author: Andfari

Andfari