grave superior, því okkur vantar meira dauðarokk

Grave Superior
Grave Superior

Já, Reykjavík Deathfest er skammt undan og því ekki seinna vænna að nýjar íslenskar dauðarokkshljómsveitir komi fram til þess að fylla upp í dagskrána á næsta ári. Því, augljóslega verður RDF á næsta ári, er það ekki?

Grave Superior inniheldur þá Kristján, Chris og Marcin, og þá vantar bassaleikara. Þannig að ef þú spilar á bassa, býrð á höfuðborgarsvæðinu og hefur gaman af dauðarokki eins og þeir félagar spila, endilega hafðu samband við þá. Hérna er eitt lag með hljómsveitinni svo þú getir nú ákveðið þig.

Author: Andfari

Andfari