fokk hvað það er stutt í oration

misþyrming / rakel erna
misþyrming / mynd: rakel erna

Ég byrjaði mánuðinn mjög spenntur fyrir Oration hátíðinni, sem fer fram næstu helgi á Húrra, en einhverra hluta vegna hef ég ekki náð að sökkva mér eins mikið í efni hljómsveitanna sem þar koma fram síðustu dagana.

Hvað er þá betra, nú þegar innan við vika er í hátíðina, en að skella sér á eitt virkilega blautt myndband með Misþyrmingu? Svitinn lekur algjörlega af þessu myndbandi!

Nú hefur maður nokkra daga til þess að koma sér í gírinn og undirbúa sig andlega undir þá bugun sem maður mun án efa upplifa næsta sunnudag eftir þetta allt saman!

Author: Andfari

Andfari