wormed – the singularitarianism

wormed
wormed

Wormed er örugglega það sem margir skilgreina sem dauðarokk fyrir lengra komna. Söngur sem hljómar eins og hann sé tekinn beint úr svínabúinu, rétt áður en rútan í sláturhúsið keyrir í hlaðið, og restin af hljómsveitinni hljómar eins og hún sé með kláðamaur í rassgatinu og geti ekki verið kyrr.

Allt hljómar þetta rosalega vel og því efast ég ekki um að mörg sem þetta lesa, allavega þau sem ætla á Reykjavík Deathfest, eigi eftir að hafa gaman af Krigshu, nýjustu plötu sveitarinnar, þegar Season of Mist gefur hana út. Allt í lagi, þetta var kannski dálítið gróft neimdropp þarna með RVKDF, þar sem Wormed eru ekki að spila á þeirri hátíð, en þannig rúllar maður bara stundum. Of svalur fyrir lífið, of verðmætur fyrir þennan heim!

Author: Andfari

Andfari