hver er uppáhalds febrúarplatan þín?

Þegar ég var yngri áttaði ég mig ekki á því hvað eldri kynslóðinni fannst flott við Rolling Stones eða Cat Stevens, fyrir mér var þetta bara vælukjóatónlist. Pabbarokk og mömmupopp.

En, ef eitthvað æskublómið reynir að halda því fram að War Master, meistarverk Bolt Thrower, en sú plata heldur uppá tuttugu og fimm ára afmælið sitt í þessum mánuði, sé bara tónlist fyrir eldri borgara þá mun ég taka þann hipstera andskota og þvo munn viðkomandi með grænsápu!

Author: Andfari

Andfari