rotting christ – rituals

Nú efast ég ekki um að margir kætist, því grísku djöflarokkshundarnir í Rotting Christ eiga marga vini hér á landi. Það ætti nú ekki að koma á óvart því hljómsveitin hefur nú sótt okkur Íslendinga heim oftar en einu sinni.

Í dag fáum við að njóta nýjustu skífu sveitarinnar, Rituals, í öllu sínu veldi. Að vísu kemur hún ekki út fyrr en tólfta hjá Season of Mist, þannig að það er ennþá smá tími í að þið getið getið rölt til hans Kidda í Smekkleysu eftir eintaki, en þangað til getiði notið hennar hér.

Author: Andfari

Andfari