ó, þeir gömlu góðu dagar

Ég var að spjalla við einn félaga minn fyrr í dag um gömul og góð tónlistarmyndbönd og þá fórum við að spjalla um myndband Severed Chrotch við lagið “Spawn of Disgust”. Dásamlegt myndband og um leið skemmtilega hrátt og hallærislegt. Skemmtilega hallærislegt. Svona eins og atriðið í myndinni sem ég man aldrei hvað heitir þar sem hljómborðsleikarinn í Hjálmum ætlaði að ræna bensínstöð. Já, ég veit heldur ekkert um hvaða mynd ég er að tala! En, það skiptir engu máli því hérna eru nokkur (mis) gömul og góð íslensk myndbönd sem allir (ættu að) elska.

Já, ef þið eruð að velta því fyrir ykkur af hverju Stripshow er þarna, þá voruði nú ekki í FÁ í þá gömlu góðu daga þegar þeir tóku, afskaplega stutta, morguntónleika þar.

Author: Andfari

Andfari