sinistro – reliquia

Það mætti halda að Andfarinn væri að breytast í útibú frá Season of Mist, ef mér skjátlast ekki þá er þetta fimmta frumsýning nýs efnis frá því fyrirtæki í þessari viku.

Í dag erum við með glænýtt myndband með portúgölsku hljómsveitinni Sinistro. Angurvær og draumkenndur Sludge Metall. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin kynnir af væntanlegri breiðskífu sinni, Semente, sem kemur út áttunda apríl næstkomandi.

Helvíti góð tónlist, verð ég að segja, og bölva ég því nú að vera ekki á leið á Roadburn hátíðina þar sem Sinistro kemur fram ásamt Neurosis, Kontinuum, Misþyrmingu og Nöðru.

Author: Andfari

Andfari