urgehal – endetid

Hvað höfum við hérna? Nú, glænýtt Urgehal lag, auddað. Ég held að svona hart djöflarokk hafi ekki heyrst síðan DG og fellarnir gáfu út Söngva elds og óreiðu. Þetta lag er svo hart að hjarta þess pumpar tárum.

Eins og alþjóð veit þá lést Trondr Nefas, stofnandi Urgehal langt fyrir aldur fram fyrir þremur árum. Restin af hljómsveitinni vildi þó ekki leggja árar í bát og ákváðu að klára það efni sem hljómsveitin hafði og fengu ýmsa söngvara til þess að leggja sér lið. Afurðin, Aeons in Sodom, kemur út tólfta febrúar á vegum Season of Mist.

Í þessu lagi er það Nattefrost, kenndur við Carpathian Forest, sem þenur raddböndin og kemur þetta bara helvíti vel út!

Author: Andfari

Andfari