anthony fantano vs. megadeth

Síðasta laugardag birti ég myndband hér sem Sam Dunn, einn af mínum uppáhalds, birti á JáSkjárás sinni. Dunn fjallaði þar um Dystopia, nýjustu breiðskífu Megadeth.

Ég á það til að detta inná rás The Needle Drop á JáSkjánum og, þótt ég sé ekki alltaf sammála Anthony Fantano, hef ég gaman af honum. Ég hef einnig gaman að því hvað kvltistarnir hata manninn. Þó eiga þeir svo margt sameiginlegt…

En, þar sem að ég hef ekki ennþá komið mér að því að hripa eitthvað niður um nýjustu afurð Megadeth læt ég hér fylgja með dóm TND um plötuna.

Author: Andfari

Andfari