urgehal – the iron children

Tólfta febrúar kemur síðasta breiðskífa norsku djöflarokkshundanna í Urgehal út í gegnum Season of Mist. Skífan nefnist Aeons in Sodom og á þessum slagara sem frumsýndur er í dag hefur hljómsveitin fengið Nocturno Culto úr Darkthrone til þess að sjá um sönginn.
Útkoman er klassískur Urgehal slagari sem ætti að fá alla til þess að dilla rasskinnunum smá.