skuggsjá – vitkispá

Einar Selvik og Ivar Björnson ættu nú að vera flestum lesendum Andfarans vel kunnugir. Einar hefur spilað með Gorgoroth og God Seed ásamt því að vera maðurinn á bakvið Wardruna og Ivar Björnson er einn stofnendum Enslaved, sem heimsótti okkur Íslendinga síðasta sumar og spilaði á Eistnaflugi.

Í dag frumsýnum við glænýtt lag með Skuggsjá sem ber heitið “Vitkispá” og er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, Skuggsjá, sem kemur út á vegum Season of Mist í lok mars.

Author: Andfari

Andfari