obsidian kingdom – away / absent

Það er skítakuldi núna, snjór yfir öllu og algjör óþarfi að vera eitthvað á ferli núna nema þá til þess að fylla á kakóið.

Heppilegt að Andfari frumsýnir nú glænýtt lag með spænsku rokksveitinni Obsidian Kingdom .

Þetta er ein af þeim hljómsveitum sem erfitt er að festa í einhverja eina stefnu. Hún er út um allt. Þú verður því að kíkja á þetta lag og ákveða svo.

Þriðja breiðskífa sveitarinnar, A Year With No Summer, kemur út á vegum Season of Mist ellefta mars næstkomandi.

Author: Andfari

Andfari